Campanula raineri

Ættkvísl
Campanula
Nafn
raineri
Íslenskt nafn
Tindaklukka
Ætt
Campanulaceae
Lífsform
fjölær
Kjörlendi
sól
Blómalitur
Fölblár
Blómgunartími
Ágúst
Hæð
0.05-0.1m
Vaxtarlag
Lágvaxinn, þýfður, ± uppréttur, hærður fjölæringur, allt að 10 sm hár með skriðula jarðstöngla. Blómstönglar oftast greinóttir.
Lýsing
Stofnstæðu laufin öfugegglaga til spaðalaga með smáar, reglulegar tennur eða strjálar tennur, næstum stilklaus, grágræn. Stöngullauf aflöng-egglaga, bogtennt. Blóm oftast 1-3 á stuttum stilk, upprétt og endastæð. Bikarflipar breiðlensulaga til egglaga, tenntir, langyddir. Enginn aukabikar. Krónan allt að 4 sm, breiðtrektlaga, fölblá. Hýði opnast með götum efst.
Uppruni
Sviss, Ítalía (SA Alpafjöll)
Sjúkdómar
engir
Harka
6
Heimildir
= 1, 2, HS
Fjölgun
Skipting, sáning
Notkun/nytjar
Steinhæðir, kanta
Reynsla
Nokkurra ára reynsla komin af henni í görðum hérlendis. Þrífst vel og er blómviljug. Góð í steinhæðir.