Campanula rapunculoides

Ættkvísl
Campanula
Nafn
rapunculoides
Íslenskt nafn
Skriðklukka
Ætt
Campanulaceae (Bláklukkuætt)
Samheiti
C. cordifolia C. Koch, C. rhomboidea Falk., C. rhomboidalis Gorter, C. trachelioides Bieberstein, C. lunariaefolia Reichenbach, C. setosa Fischer
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi
Blómalitur
Ljósblár, stöku sinnum hvítur
Blómgunartími
Ágúst-sept.
Hæð
0.6-1 m
Vaxtarlag
Breytileg planta, hárlaus til stutt dúnhærð og/eða þornhærð, fjölær með skriðula, grófa og greinótta jarðstöngla, sem vaxa fljótt og stundum er plantan með langar renglur. Blómstönglar allt að 1 m háir, ógreindir, uppréttir, laufóttir og ögn rákóttir.
Lýsing
Stofnstæðu laufin allt að 10 sm, egglaga til hjartalaga-langydd, bogtennt eða með tennur sem vita fram á við, legglöng. Stöngullauf egglaga til lensulaga með snubbóttan grunn, tennt, stuttstilkuð neðan til en stilklaus efst.Blóm oftast með stutta, aftursveigða leggi, drúpandi á greinóttum, einhliða klasa. Bikarflipar aflangir til þríhyrndir-lensulaga, útstæðir til niðurstæðir við blómgun. Enginn aukabikar. Króna allt að 3 sm, trektlaga til bjöllulaga, klofin allt að 1/3, flipar egglaga, yddir, purpurabláir til fjólubláir. Stíll nær næstum ekki út úr blóminu. Hýði ± hnöttótt, drúpandi, opnast með 3 götum neðst.
Uppruni
Evrópa til N & NV Íran, M Asía & V Síbería
Harka
3
Heimildir
1,2
Fjölgun
Skipting, sáning
Notkun/nytjar
Blómaengi, sumarbústaðaland, undirgróður
Reynsla
Harðger og bráðfalleg en varasöm í garða. Þrífst mjög vel og hefur verið lengi í ræktun í görðum hérlendis. Er víðskriðul og mjög ágeng. Ætti bara að hafa með hálfvilltum gróðri en ekki í skrautbeði með öðrum plöntum.