Campanula rotundifolia

Ættkvísl
Campanula
Nafn
rotundifolia
Íslenskt nafn
Bláklukka
Ætt
Campanulaceae (Bláklukkuætt)
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi
Blómalitur
Ljósblár
Blómgunartími
Júlí-ágúst (sept.)
Hæð
0.15-0.4 m
Vaxtarlag
Breytileg tegund, uppsveigð eða upprétt sjaldan skriðul, hárlaus, fjölær með granna, greinótta stöngla sem eru yfirleitt dúnhærðir neðantil og lítið eitt laufóttir.
Lýsing
Stofnstæðu laufin mynda blaðhvirfingu. stundum breiðu. Þau eru hjartalaga til ± kringlótt, bogtennt, bylgjuð, stilklaus og stundum enn lifandi þegar plantan blómgast. Stöngullauf mjólensulaga, stilklaus og heilrend efst. Blóm og knúppar drúpa, eru stakstæðir eða fáir saman í strjálblóma, legggrönnum klasa eða stuttum skúf. Bikarflipar bandlaga. Enginn aukabikar. Krónan allt að 3 sm, bjöllulaga, hvít til dökkblá. Eggleg slétt eða stöku sinnum nöbbótt. Hýðið keilulaga til öfugkeilulaga, opnast með götum neðst.
Uppruni
Íslensk, N Evrópa, N N Ameríka
Harka
3
Heimildir
1, 2
Fjölgun
Skipting, sáning
Notkun/nytjar
Steinhæðir, beð, undirgróður, kanta, hleðslur
Reynsla
Bláklukkan er harðger og þrífst vel. Hún hefur lengi verið í ræktun í görðum hér á landi. Þroskar fræ reglulega.
Yrki og undirteg.
Hvítt afbrigði til sem fundist hefur hérlendis og er nokkuð víða.Einnig má nefna 'Olympica' 22 sm há, dökkgræn, sagtennt lauf.