Campanula sarmatica

Ættkvísl
Campanula
Nafn
sarmatica
Íslenskt nafn
Rússaklukka
Ætt
Campanulaceae (Bláklukkuætt)
Samheiti
C. betonicifolia Bichl.
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi
Blómalitur
Gráblár
Blómgunartími
Júlí-ágúst
Hæð
0,3-0,5 m
Vaxtarlag
Grófgerður fjölæringur sem myndar hnausa. Blómstönglar allt að 50 sm, sterklegir, ógreindir, uppréttir til uppsveigðir, dúnhærðir.
Lýsing
Stofnstæðu laufin tígullaga-langydd, hjartalaga við grunninn, óreglulega sagtennt, legglöng. Stöngullauf svipuð í laginu en minni, stilklaus. Blóm hangandi eða upprétt í hliðsveigðum, löngum, læpulegum klasa. Bikarflipar stinnhærðir, flipar á aukabikar stuttir, tígullaga. Krónan bjöllulaga, víkkar út við jaðrana, skeggjuð að innan verðu, gráblá.
Uppruni
Kákasus
Harka
z5
Heimildir
2
Fjölgun
Skipting, sáning
Notkun/nytjar
Beð, breiður
Reynsla
Rússaklukka þrífst vel og er blómviljug. Hennar er getið í Skrúðgarðabókinni frá 1976, þá lítið reynd. Sömu plönturnar hafa verið í Lystigarðinum í meira en áratug. Þroskar fræ reglulega.