Campanula tridentata

Ættkvísl
Campanula
Nafn
tridentata
Íslenskt nafn
Skálaklukka
Ætt
Campanulaceae (Bláklukkuætt)
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi
Blómalitur
Bláfjólublár/hvít að innan
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0.1-0.15 m
Vaxtarlag
Þýfður, næstum hárlaus fjölæringur. Blómstönglar uppréttir til uppsveigðir, allt að 15 sm.
Lýsing
Stofnstæðu laufin spaðalaga með þrjár eða fleiri bogatennur í endann, grágræn, dúnhærð. Blómin stök, upprétt, legglöng. Bikarflipar lensulaga, randhærðir. Krónan bjöllulaga, hárlaus, föl- til djúpblá, dekkri utan, hvít við grunninn.
Uppruni
Kákasus
Harka
4
Heimildir
= 1, 2
Fjölgun
Skipting, sáning
Notkun/nytjar
Steinhæðir, kanta, hleðslur
Reynsla
Skálaklukka þrífst vel. Hún hefur verið í Lystigarðinum annað veifið og samfleytt undanfarin 5 ár. Hentar í steinhæð.