Campanula uniflora

Ættkvísl
Campanula
Nafn
uniflora
Íslenskt nafn
Fjallabláklukka
Ætt
Campanulaceae (Bláklukkuætt)
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Dökkblár
Blómgunartími
Júlí-ágúst
Hæð
0,10-0,20 m
Vaxtarlag
Hálfhárlaus, oftast þýfður fjölæringur, allt að 20 sm. Blómstönglar grannir, uppsveigðir eða uppréttir.
Lýsing
Stofnstæðu laufin spaðalaga, snubbótt, næstum heilrend. Blómið eitt, drúpandi. Bikarinn hærður, skarpstrendur með breiðsýllaga, uppréttum oddmjóum flipum, sem eru styttri en bikarpípan. Krónan nokkuð djúpskert og mjóflipótt, trektlaga, dökkblá, klukkulaga(Sjá nánari lýsingu í íslensku flórunni)
Uppruni
N Heimskautssvæðið (íslensk), Klettafjöll
Harka
z2
Heimildir
= 1, 2
Fjölgun
Skipting, sáning
Notkun/nytjar
Steinhæðir, kanta
Reynsla
Íslensk háfjallategund sem hefur stundum verið í Lystigarðinum. Hver planta lifir fáein ár hér niður á láglendinu.