Campanula waldsteiniana

Ættkvísl
Campanula
Nafn
waldsteiniana
Íslenskt nafn
Spáklukka
Ætt
Campanulaceae (Bláklukkuætt)
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Djúpblár
Blómgunartími
Ágúst
Hæð
0,2-0,3 m
Vaxtarlag
Fjölæringur með stuttan eða skriðulan stöngul. Blómstönglar allt að 30 sm, fjölmargir.
Lýsing
Stofnstæðu laufin smá, egglaga, oddbaugótt eða næstum hjartalaga. Visna um Blómgunartímann. Stöngullauf oddbaugótt eða egglaga, fíntennt, stilkuð, efstu laufin smá, lensulaga, stilklaus. Blóm fá eða mörg, upprétt. Bikarflipar bandlaga, útstæðir eða niðursveigðir. Enginn aukabikar. Krónan allt að 2 sm, breið, fremur flöt eða stjörnulaga til bjöllulaga, útstæð, djúpblá. Hýði upprétt, öfugkeilulaga, opnast með götum um miðjuna.
Uppruni
Króatía (Júgóslavía)
Heimildir
1, 2
Reynsla
Þrífst vel. Hefur verið í Lystigarðinum í um áratug. Góð í steinhæð.