Caragana arborescens

Ættkvísl
Caragana
Nafn
arborescens
Íslenskt nafn
Baunatré
Ætt
Ertublómaætt (Fabaceae)
Lífsform
Runni
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Ljósgulur
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
2-5 m (- 6 m)
Vaxtarhraði
Meðal
Vaxtarlag
Uppréttur, gisinn, kræklóttur runni. Börkur í fyrstu grænn, síðar gulgrænn, mjúkur.
Lýsing
Runni allt að 6 sm hár og 4 m breiður. Ársprotar dúnhærðir. Smálauf allt að 2,5 sm, 8-12 talsins, oddbaugótt, ljósgræn, enda í þornhárlíkum þyrna. Aðallaufleggur allt að 7 sm langur. Blóm 1-4 saman, fölgul. Blómleggir allt að 6 sm langir. Bikar allt að 1,5 sm, bjöllulaga, dálítið hliðskakkur við grunninn, tennur breið-þríhyrndar. Króna allt að 2,2 sm. Aldin allt að 6 × 0,5 sm, sívöl, ydd, ögn dúnhærð.Þolir illa köfnunarefnisáburð, er með rhizobium bakteríur á rótum, hefur verið lengi í ræktun hérlendis eða frá aldamótum 1900. Má yngja upp með því að klippa alveg niður eða í 30-40 sm hæð.
Uppruni
Síbería, Mansjuría
Harka
Z2
Heimildir
1, http://www.pfaf.org, http://en.wikipedia.org
Fjölgun
Sumargræðlingar, sáning
Notkun/nytjar
Góð planta í trjágarða, limgerði, skjólbelti, þyrpingar, stakstæð, beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til margar plöntur sem sáð var til og gróðursettar í beð á ýmsum tímum. Þrífast vel, kala lítið eða ekkert.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR: