Caragana arborescens

Ættkvísl
Caragana
Nafn
arborescens
Yrki form
'Klot'
Íslenskt nafn
Baunatré
Ætt
Ertublómaætt (Fabaceae)
Lífsform
Runni
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Ljósgulur
Blómgunartími
Snemmsumars
Hæð
- 3 m
Vaxtarlag
Kúlulaga runni.
Lýsing
Þéttvaxinn runni með drúpandi sprota, myndar mjög sérstaka, blómríka 'kúlu' sem verður um 3 m há og álíka breið. Þó að kvæmið líkist. C. maximowicziana Komarov í vextinum verður C. arborescens 'Klot' miklu hærri og stærra og auk þess eru öll önnur einkenni eins og hjá garðakerginu.
Uppruni
Kvæmi frá Umeå í Svíþjóð.
Harka
Z2
Heimildir
1, C.G. Törgersen, 1988.
Fjölgun
Sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Stakur runni, beð
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1990 og gróðursett í beð 1994. Þrífast nokkuð vel, kelur lítið.