Caragana aurantiaca

Ættkvísl
Caragana
Nafn
aurantiaca
Íslenskt nafn
Gullkergi
Ætt
Ertublómaætt (Fabaceae)
Lífsform
Runni
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Gullgulur-appelsínugulur
Blómgunartími
Maí-júní
Hæð
0.3-0,8 m (-1m)
Vaxtarlag
Runni með fjölmargar, langar og grannar greinar, mest útafliggjandi, uppsveigðar í enda, þyrnar smáir, þrefaldir.
Lýsing
Smáblöð 4, þétt saman, miðstrengur laufsins aðeins 1-2 mm langur. Smálauf öfuglensulaga, 1-1,5 sm löng, ljósgræn, enn ljósari á neðra borði. hárlaus, taugar áberandi. Blómin stök, appelsínugul, á um 8 mm löngum leggjum, á sprotum fyrra árs. Bikar bjöllulaga, randhærður, eggleg alltaf hárlaus (mikilvægt). Ein fallegasta Caragana-tegundin, sem er varla hægt að þekkja frá C. pygmaea nema í blóma. Þolir allt að 28.2°C frost.
Uppruni
M Asía
Harka
Z5
Heimildir
1,7, http://en.hortipedia.com
Fjölgun
Sumargræðlingar, sáning.
Notkun/nytjar
Steinhæðir, þyrpingar, blönduð beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein gömul planta. Harðger runni og blómviljugur.