Caragana decorticans

Ættkvísl
Caragana
Nafn
decorticans
Íslenskt nafn
Hlíðakergi
Ætt
Ertublómaætt (Fabaceae)
Lífsform
Runni
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Gulur
Blómgunartími
Maí-júní
Hæð
2-4m (-5 m)
Vaxtarlag
Uppréttur, þéttgreinóttur, grænleitar greinar, korklíkur börkur.
Lýsing
Runni eða lítið tré, börkur grænleitur, flysjast af, axlablöð þyrnótt, brún, smáblöð 6-12, egglaga-oddbaugótt, allt að 1,5 sm löng, með þyrniodda, með aðlæg hár og netstrengjótt. Miðstrengur laufs þyrnóttur. Blómin 1-2, blómleggir 2 sm langir. Bikar bjöllulaga, með þyrnóttar sagtennur. Fjallakergi er sambýlisplanta, hefur rótarbakteríur og vinnur köfnunarefni/nítur úr loftinu eins og aðrar Caragana-tegundir.
Uppruni
Afghanistan
Harka
Z6
Heimildir
1, 7, http://www.pfaf.org
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Góður í trjágarða, á sólríkum stöðum og í limgerði, í þyrpingar, í blönduð beð, í raðir. Runninn þrífst ekki í skugga en getur þolað þurrkatíð.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær gamlar plöntur. Báðar þrífast vel, kala ekkert og blómstra. Þar að auki er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 1986 og gróðursett í beð 1991. Þrífst vel, kelur lítið sem ekkert.