Caragana jubata

Ættkvísl
Caragana
Nafn
jubata
Íslenskt nafn
Hærukergi
Ætt
Ertublómaætt (Fabaceae)
Lífsform
Runni
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Rauð-hvítur
Blómgunartími
Snemmsumars
Hæð
- 1 m
Vaxtarlag
Runni allt að 1 m hár, greinafár. Smágreinar stuttar, sverar, þaktar ullhárum og þyrnóttar.
Lýsing
Aðalleggur laufa allt að 3 sm. Lauf þéttstæð, 4-6 smálaufa, axlablöð 1,5 sm breið, ullhærð. Smálauf 1 sm löng, aflöng-lensulaga. Blóm 3 sm, stök, rauð-hvít. Bikar 1,3 sm, dúnhærður, tennur mjó-þríhyrndar. Aldin 2 sm, dúnhærð utan, hárlaus innan.
Uppruni
Bretlandseyjar
Harka
Z3
Heimildir
1, http://www.mygarden.net.au, http://www.pfaf.org
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar m hæl.
Notkun/nytjar
Þrífst best upp við hlýja veggi. Sérkennilegur runni en ekki glæsilegur.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem er í uppeldisreit 2012.