Caragana pygmaea

Ættkvísl
Caragana
Nafn
pygmaea
Íslenskt nafn
Smákergi
Ætt
Ertublómaætt (Fabaceae)
Lífsform
Runni
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Gulur
Blómgunartími
Snemmsumars
Hæð
0.2-1 m
Vaxtarlag
Nær jarðlægur runni, útbreitt vaxtarlag, smágreinar hárlausar.
Lýsing
Lauf 4 saman, aðallaufleggur allt að 8 sm, langær eða skammær. Axlablöð stutt eru orðnar þyrnar. Smálauf allt að 1,5 sm, bandlaga-öfuglensulaga, broddydd. Blómin stök, 2 sm, gul, blómleggur 1 sm langur. Bikar allt að 0,8 sm, mjóbjöllulaga, tennur þríhyrndar, smádúnhærðar á jöðrunum. Vængir smá-tvíeyrðir. Aldin 3 sm, pípulaga, hárlaus.
Uppruni
NV Kína, Síbería
Harka
Z3
Heimildir
1, http://en.hortipedia.com,
Fjölgun
Sumargræðlingar, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð, í þyrpingar og brekkur.
Reynsla
Engin reynsla enn sem komið. Er í uppeldi.