Caragana sinica

Ættkvísl
Caragana
Nafn
sinica
Íslenskt nafn
Refakergi, kínakergi
Ætt
Ertublómaætt (Fabaceae)
Lífsform
Runni
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Fölgulur
Blómgunartími
Maí-júní
Hæð
- 1 m
Vaxtarlag
Uppréttur runni allt að 1 m hár, vex hægt. Ársprotar kantaðir, gulbrúnir.
Lýsing
Lauf með 4 smálauf í 2, greinilega aðskildum pörum. Axlablöð eru allt að 0,8 sm löng, verða stinnir þyrnar. Smálauf 3,5×2 sm, öfugegglaga, dökkgræn, glansandi. Blóm 3 sm, stök, fölgul, með rauðbrúna slikju með aldrinum. Bikar bjöllulaga. Aldin grönn, 4 sm, hárlaus.
Uppruni
N Kína.
Harka
Z4
Heimildir
1, http://en.hortipedia.com
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
í raðir, í þyrpingar, í blönduð beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem var sáð til 1982 og gróðursett í beð 1988. Þrífst vel, kelur ekkert.