Caragana spinosa

Ættkvísl
Caragana
Nafn
spinosa
Íslenskt nafn
Þyrnikergi
Ætt
Ertublómaætt (Fabaceae)
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Skærgulur.
Blómgunartími
Snemmsumars.
Hæð
0,7-1,5 m
Vaxtarlag
Uppréttur runni og fremur rytjulegur, greinar langar og mjög þyrnóttar.
Lýsing
Runni allt að 1,5 m hár, rytjulegur í vextinum, ársprotar langir, óskiptir, mjög þyrnóttar, dúnhærð þegar þeir eru ungir. Aðallaufleggur stinnur, allt að 4,5 sm langur. Lauf með 4-8 smálauf, axlablöð 0,7 sm, flókahærð, lensulaga. Smálauf allt að 2 sm, með langan legg, bandlaga-öfuglensulaga, næstum hárlaus. Blómin 2 sm, stök, skærgul, stundum dálítið brúnleit. Bikar pípulaga, tennur stuttar, þríhyrndar. Aldin 2 sm, hárlaus.
Uppruni
Síbería.
Harka
2
Heimildir
1, http://en.hortipedia.com
Fjölgun
Sumargræðlingar, sáning.
Notkun/nytjar
Sem stakstæð planta, í raðir og í runnabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem var sáð til 1981 og gróðursett í beð 1988. Þrífst vel, kelur lítið sem ekkert.
Yrki og undirteg.
AÐRAR UPPLÝSINGAR: Þolir allt að 40°C frost.