Caragana tangutica

Ættkvísl
Caragana
Nafn
tangutica
Íslenskt nafn
Bergkergi
Ætt
Ertublómaætt (Fabaceae)
Lífsform
Runni
Kjörlendi
Sól og skjól
Blómalitur
Gulur
Blómgunartími
Maí-júní
Hæð
- 1 m
Vaxtarlag
Runni allt að 1 m á hæð, breiðvaxinn, greinar rauðbrúnar, gamlar greinar flagnaðar, ungar hærðar.
Lýsing
Smálauf 6 í mesta lagi, breiðoddbaugótt til öfugegglaga, með þyrniodda, dökkgræn ofan, grágræn neðan, 1 sm löng, aðalstrengur þyrnóttur, langær, 1,5-3,5 sm langur. Blómin gul, 3 sm löng, stök. Aldinbelgur mjög hærðir.
Uppruni
Kína
Harka
z3
Heimildir
7, http://en.hortipedia.com
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í raðir, í þyrpingar, í blönduð beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur undir þessu nafni, sem var sáð til 1981 og gróðursett í beð 1988. Þrífast vel, kala lítið sem ekkert.