Caragana tibetica

Ættkvísl
Caragana
Nafn
tibetica
Íslenskt nafn
Tíbetkergi *
Ætt
Ertublómaætt (Fabaceae)
Samheiti
Caragana tragacanthoides (Pallas) Poiret var. tibetica Maximowicz ex C. K. Schneider; C. ordosica Y. Z. Zhao, Zong Y. Zhu & L. Q. Zhao.
Lífsform
Runni
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Gulur
Blómgunartími
Snemmsumars
Hæð
0,25-0,30 m
Vaxtarlag
Þéttgreindur, allt að 30 sm hár smárunni. Gamlar greinar grágular til grábrúnar, ársprotar, skær grábrúnir, þéttdúnhærðir.
Lýsing
Lauf fjaðurskipt, 6 eða 8 laufa. Laufstilkur og aðalleggur laufsins 2-3,5 sm, langær, þéttdúnhærður ungur. Smálauf bandlaga, 8-12 × 0,5-1,5 mm, þéttlanghærð, ydd. Blómin stök, næstum legglaus. Bikarpípa pípulaga, 0,8-1,5 sm. Krónan gul, 2,2-2,5 sm, fáni öfugegglaga, nögl um ½ lengd krónutungunnar, krónutungan ögn framjöðruð; vængir með nögl sem er jafn löng og eða ögn lengri en krónutungan; kjölur er með nögl sem er dálítið lengri en krónutungan, axlablöð tannlaga. Eggleg þéttdúnhærð. Belgurinn sporvala, 7-8 mm, dúnhærður utan en lóhærður innan.
Uppruni
Kína, Mongólía
Harka
Z4
Heimildir
1, Flora of China, eFloras.org, http://en.hortipedia.com
Fjölgun
Sumargræðlingar, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem var sáð til 2000 og gróðursett í beð 1988. Þrífst vel, kelur lítið sem ekkert.