Cerastium arvense

Ættkvísl
Cerastium
Nafn
arvense
Íslenskt nafn
Mjallareyra
Ætt
Caryophyllaceae
Lífsform
fjölær
Kjörlendi
sól
Blómalitur
hvítur
Blómgunartími
vor-sumar
Hæð
0.2-0.3m
Vaxtarlag
Myndar gisnar breiður, öll plantan kirtilhærð með marga jarðlæga laufótta sprota sem skjóta rótum á liðunum og við axlarblöðin.
Lýsing
Blómstönglar uppsveigðir allt að 30 sm. Lauf allt að 2 sm, bandlaga til lensulaga ? oddbaugótt. Blómskipun gisin, fá blóm með langa kirtilhærða blómleggi og stór hvít blóm. Bikarblöð 5-8 mm aflönglensulaga. Krónublöð 1-1,5 sm, öfugegglaga, sýld, Fræhýði u.þ.b. 10 mm, standa fram úr bikarnum.
Uppruni
Tempraða beltið Norðurhveli
Harka
H 2
Heimildir
2
Fjölgun
Breytileg tegund, góð þekjuplanta á þurran, rýran jarðveg en sjaldan ræktuð.
Notkun/nytjar
steinhæðir, beð, kanta, hleðslur, þekja
Reynsla
Breytileg tegund, góð þekjuplanta á þurran, rýran jarðveg en sjaldan ræktuð.