Cerastium biebersteinii

Ættkvísl
Cerastium
Nafn
biebersteinii
Íslenskt nafn
Rottueyra
Ætt
Caryophyllaceae
Samheiti
C. repens M.B. non L
Lífsform
fjölær
Kjörlendi
sól
Blómalitur
hvítur
Blómgunartími
júní-júlí
Hæð
0.25-0.30m
Vaxtarlag
Langar renglulegar jarðlægar greinar, myndar breiður, kröftug. Myndar stórar breiður í ræktun og er stöku sinnum að finna í gömlum steinhæðum.
Lýsing
Blómin ca. 1.5 sm í þm. með sýld krónublöð blöðin lítil heilrennd, bandlaga til bandlensulaga, grá–hvít lóhærð. Plönturnar breiðast út með sprotum sem skjóta rótum og mynda stórar breiður. Ef plantan er látin í friði getur hún breiðst yfir alla steinhæðina og þá er erfitt að uppræta plöntuna. Best er að rækta plöntuna þar sem hún hefur nóg pláss, einkum á steinveggjum/hleðslum og grýttum brekkum.
Uppruni
Krímskagi
Heimildir
4,2
Fjölgun
skipting að vori eða hausti, sáning
Notkun/nytjar
steinhæðir, hleðslur, veggi, beð, breiðu
Reynsla
Harðger, auðræktuð, mjög blómsæl tegund, þolir illa vetrarumhleypinga.