Cerastium tomentosum

Ættkvísl
Cerastium
Nafn
tomentosum
Íslenskt nafn
Völskueyra
Ætt
Caryophyllaceae
Samheiti
Cerastium columnae Ten.
Lífsform
fjölær
Kjörlendi
sól
Blómalitur
hvítur
Blómgunartími
júní-júlí
Hæð
0.15-0.2m
Vaxtarlag
Lík rottueyra en minni og fínlegri álíka skriðul og gróskumikil. Svipar einnig til C. arvense en þakin löngu þéttu, bylgjuðu hvítleitu hári sem einkenna mjög útlit plöntunnar. Villtar plöntur úr þessari grúppu vaxa í flestum fjöllum í S & M Evrópu og V Asíu, frá Ítalíu og austur á bóginn. Mjög er deilt um flokkun þeirra.
Lýsing
Lauf band-lensulaga, hvíthærð, falleg. Blóm á 12-20sm háaum silfurlitum stönglum, u.þ.b. 2,5 sm í þvermál, hreinhvít með sýld krónublöð. Vex ekki eins taumlaust og C. biebersteinii, en vex mikið þar sem sumur eru hlý. C. tomentosum L. var snemma flutt í evrópska garða frá Ítalíu, en seinna frá t.d. Krím. ( C. biebersteinii DC.) og Kákasus ruglaði myndina á 19 öld. Það er ómögulegt að varpa ljósi á þá flóknu blöndun sem hefur átt sér stað meðal garðplantnanna, en upphaflega nafnið sem sem Linné gaf þeim virðist koma best heim og saman með að lýsa öllum hópnum. Til að flækja myndina enn frekar er mikið af fjöllitna (polypoid) einstaklingum og líka blöndun við C. arvense.Kröftugur vöxtur og það að plönturnar skjóta rótum dregur úr vinsældum þeirra hjá ötulustu steinhæðaplöntusöfnurum.
Uppruni
Fjöll Evrópu & V Asíu
Heimildir
4,2
Fjölgun
skipting, sáning
Notkun/nytjar
steinhæðir, kanta, beð, hleðslur
Reynsla
Harðger og enn fallegri en rottueyra (Undir C. tomentosum v. columnae í bók HS)
Yrki og undirteg.
Cerastium tomentosum L. v. columnae (Ten.) Arcang.Eitt besta Cerastium afbrigðið til ræktunar í görðum, þéttara og blómsælla en aðaltegundin. Blómstrar hvítum blómum frá júní, blómin eru lítið áberandi í skær silfurlitaðri breiðunni. Hentar vel á þurrum sólríkum stöðum. S- Ítalía. (HHP). Hefur einnig gengið undir nafninu 'Columnae' - mjög góð steinhæðaplanta.