Cercidiphyllum magnificum

Ættkvísl
Cercidiphyllum
Nafn
magnificum
Íslenskt nafn
Brauðtré
Ætt
Hjartatrjáaætt (Cercidiphyllaceae)
Samheiti
Cercidiphyllum japonicum v. magnificum Nakai
Lífsform
Lauffellandi tré.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Rauðleitur.
Blómgunartími
Apríl-mai.
Hæð
-12 m
Vaxtarlag
Lauffellandi, keilulaga tré sem nær um 12 m hæð Minna tré en hjartatréð, með sléttan börk þar til það er orðið vel þroskað.
Lýsing
Brauðtréð er með heil lauf. Laufin eru stakstæð á greinunum. Þau eru stór og greinilega hjartalaga við grunninn og meira sagtennt, 7,5 × 11 sm, kringluleitari. Gult haustlauf. Blómin eru krosslaga og rauð. Aldinin eru hýði. Fræin með vængi á báðum endum.
Uppruni
Japan.
Harka
3
Heimildir
1, 2, http://en.hortipedia.com
Fjölgun
Sáning. Brauðtréð vex best á sólríkum stað og getur þolað allt að 28°C. --- Vex best sendnum eða grýttum leirjarðvegi
Notkun/nytjar
Brauðtréð er líklega betra sem skrauttré en hjartatréð, en þarf rakari jarðveg og loftslag. Vex hærra til fjalla en hjartatréð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1991 og gróðursett í beð 1994. hefur kalið lítið eitt gegnum árin, þrífst annars vel.