Chaerophyllum aromaticum

Ættkvísl
Chaerophyllum
Nafn
aromaticum
Íslenskt nafn
Ilmsveipblaðka
Ætt
Sveipjurtaætt (Apiaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
- 100 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt sem gefur frá sér góða lykt og er rúmlega 100 sm á hæð. Jarðstöngull greinóttur. Stönglar uppréttir með stinn hár neðantil. Þau vita niður á við. Laufin eru 2-3 fjaðurskipt, flipar breiðir og tenntir.
Lýsing
Blómin hvít, mörg saman í sveipum. Yfirleitt eru engin stoðblöð. Hvert raifablað er ú nokkrum lensulaga laufum með himnukant. Aldin er um 1 sm löng, mjó-sívalt með lága hryggi. - Breiðflipótt laufin á ilmsveipblöðku (C. aromaticum) eru mjög ólík laufum annarra Chaerophyllum-tegunda, sem allar eru með mjó-flipótta flipa. Ilmsveipblaðka minnir á geitkál en geitkálið er með hárlausa stöngla, vantar stoðblöð og reifablöð og er með miklu smærri fræ.
Uppruni
A Evrópa.
Heimildir
= http://linnaeus.nrm,se/flora/di/apia/chaer/chaero.html, Den virtuella floran. (Af netinu).
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð með stórvöxnum tegundum.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 1994 og gróðursett í beð 1995, vex vel.