Chaerophyllum bulbosum

Ættkvísl
Chaerophyllum
Nafn
bulbosum
Íslenskt nafn
Hnúðsveipblaðka
Ætt
Sveipjurtaætt (Apiaceae).
Lífsform
Tvíær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
200 sm
Vaxtarlag
Upprétt, tvíær jurt, allt að 200 sm há. Rætur með hnýðum. Stönglar hærðir við grunninn, oft með purpura-brúnni slikju. Lauf egglaga-aflöng að útlínum til, 2-3 fjaðurskipt, flipar bandlaga til lensulaga, allt að 2 mm breiðir.
Lýsing
Sveipir á allt að 8 sm löngum blómskipunarlegg, geislar 15-20, 2-4 sm, hárlausir. Reifar eru bandlensulaga smástoðblöð. Blómin hvít. Aldin 5-7 mm, ekki með trjónu.
Uppruni
A & M Evrópa, hefur numið land í Bandaríkjunum.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 1994 og gróðursett í beð 1996, þreifst vel.