Chamaecyparis lawsoniana

Ættkvísl
Chamaecyparis
Nafn
lawsoniana
Yrki form
'Tharandtensis
Íslenskt nafn
Fagursýprus
Ætt
Sýprisætt (Cupressaceae)
Lífsform
Sígrænt dvergform.
Kjörlendi
Sól-hálfskuggi.
Blómalitur
KK blóm fagurrauð.
Blómgunartími
Snemma vors.
Hæð
0,5-1 m (-2 m)
Vaxtarlag
Dvergform. Kúlulaga í byrjun, seinna meira breiðkeilulaga.
Lýsing
Allt að 2 m háar og 3 m breiðar plöntur erlendis en mun lægri hér. Fremur fáar og sterkar greinar. Smágreinar mjög margar og standa þétt saman, hrokknar, grænar. Barrnálar mjög smáar, ekki þétt aðlægar.
Uppruni
Yrki.
Harka
6
Heimildir
1
Reynsla
Ekki til í Lystigarðinum.