Keilulaga í vextinum. Efst í krónunni eru greinarnar tiltölulega uppréttar og toppsprotinn einnig uppréttur, en þó slútandi í bláendann.
Lýsing
Stofn allt að 2 m í þvermál. Gamlar greinar þétt útstæðar-slútandi. Börkur brún-gráleitur, losnar af í stórum hreistrum; smágreinar yfirleitt slútandi, útbreiddar í einum fleti, næstum ferhyrndar. Barr þétt aðlægt (á sterkum smágreinum uppstæð), dökkgræn, engir hvítir blettir, kjöluð eða bogadregin ofan. Yfirleitt engir kirtlar, kramin lauf lykta óþægilega. Karlblóm gul. Könglar kúlulaga 1 sm breiðir með brúna slikju, nær fullum þroska á 2. ári. Köngulhreistur 4-6, með þrym-líkan, mjög framstæðan og uppréttan odd.Greinar vinsælar í jólaskreytingar. Tegund sem á að þola lágan sumarhita, vex hún upp við jökla í S Alaska í mikilli hæð yfir sjávarmáli. Verður allt að 1000 ára.
Uppruni
Strandtré frá Norðvestanverðri N-Ameríku.
Harka
z4
Heimildir
1, 7
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar í þokuúða, einnig má nota haustgræðlinga innanhúss, ræktunarafbrigði eru ágrædd.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, stakstæð, beð, undir stærri trjám. Meðalharðgerð-harðgerð. Þarf gott skjól og vetrarskýlingu fram eftir aldri vex mjög hægt hérlendis.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur sem sáð var til 1993, báðar mjög fallegar og hafa kalið fremur lítið og ekkert seinni árin.
Yrki og undirteg.
Einnig í ræktun Chamaecyparis nootkatensis 'Glauca' og Chamaecyparis nootkatensis 'Pendula' grátsýprus sem ber aðalgreinar í nær 90° vinkli út frá stofni, smágreinar og toppsproti slúta. Þar fyrir utan eru nokkur yrki í ræktun s.s. Chamaecyparis nootkatensis 'Compacta' dvergvaxið, runnkennt, uppsveigðar greinar og Chamaecyparis nootkatensis 'Nidifera' er annað dæmi um smávaxið yrki.