Chamaecyparis pisifera

Ættkvísl
Chamaecyparis
Nafn
pisifera
Íslenskt nafn
Ertusýprus
Ætt
Sýprusætt (Cupressaceae).
Lífsform
Sígrænn runni - lítið tré.
Kjörlendi
Sól - hálfskuggi.
Blómalitur
KK blóm svartbrún.
Blómgunartími
Snemma vors.
Hæð
2-10 m (-50 m)
Vaxtarlag
Tré allt að 50 m hátt í heimkynnum sínum, króna grönn, keilulaga með strjálar greinar. Verður mun minni hérlendis.
Lýsing
Börkur rauðbrúnn, sléttur, dettur af í þunnum ræmum. Gamlar greinar láréttar; smágreinar flatar, allar í sama fleti, slútandi. Barr aðlægt, að ofan glansandi grænt, að neðan oftast með aflanga mjög greinilega, hvíta bletti. Hliðanálar bátlaga, yddar með uppstæða odda, ilma mjög lítið við núning. Könglar margir saman, smáir, keilulaga, allt að 6 mm í þvermál, dökkbrúnir með 8-12 hreistur, sem eru næstum ekkert trékennd, bogadregin ofan. Fræ 1-2 í hverju hreistri, með breiðan vængjað, efri og neðri jaðar trosnaður.
Uppruni
Japan.
Harka
´z4
Heimildir
7, Roloff/Baertels 1996: Gehölze.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var 1991, gróðursett í beð 2001, vetrarskýling 2001-2007, kelur stundum.