Cicerbita alpina

Ættkvísl
Cicerbita
Nafn
alpina
Íslenskt nafn
Bláfífill
Ætt
Asteraceae
Lífsform
fjölær
Kjörlendi
sól, hálfskuggi
Blómalitur
blár-bláfjólublár
Blómgunartími
júlí-ágúst
Hæð
1.5-2m
Vaxtarlag
stórvaxin, stöngalr eru beinir og blöðóttir, Þéttkirtilhærðir
Lýsing
blóm með tungukrónur eingöngu í körfunni í löngum greinóttum toppum blöð mjög löng fjaðurflipótt, lýrulaga með Þríhyrnda flipa og er endaflipinn mjög stór, minna á túnfífilsblöð en margfalt stærri
Uppruni
Fjöll í Evrópu, Arktísk
Harka
4
Heimildir
1
Fjölgun
skipting, sáning
Notkun/nytjar
í fjölæringabeð í stórum görðum, framan við tré og runna, sumarbústaðaland
Reynsla
Harðger, Þarf yfirleitt uppbindingu, þrífst prýðisvel bæði norðanlands og sunnan, þurftafrek, sáir sér allnokkuð