Cicuta virosa

Ættkvísl
Cicuta
Nafn
virosa
Íslenskt nafn
Beiskjusveipur
Ætt
Sveipjurtaætt (Apiaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
100-200 m
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 80(-200) sm há með holan jarðstöngul og grófa stöngla. Laufin eru 10-30 sm löng og þau eru 2-3 skipt með aflanga, sagtennt flipa.
Lýsing
Blómskipunin er tvöfaldur sveipur. Blómin eru smá, hvít og blómskipunin sveipur eins og dæmigert er fyrir ættina. Aldin hnöttótt, 3 mm. PLANTAN ER EITRUÐ !
Uppruni
N & M Evrópa, N Asía & NV N-Ameríka.
Heimildir
= J.Lid: Norsk-svensk flora, https://en.wikipedia.org/wiki/Cicuta-virosa
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Vex við tjarnir og lygna læki.
Reynsla
Er ekki í Lystigarðinum, en hefur verið sáð þar.