Clematis akebioides

Ættkvísl
Clematis
Nafn
akebioides
Íslenskt nafn
Vandarbergsóley
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae)
Lífsform
Klifurrunni-vafrunni.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Sumar.
Hæð
Allt að 2,5 m langur/hár.
Lýsing
Náskyld C. orientalis. Lauf fjaðurskipt, smálauf 5-7, bláleit, fremur þykk, snubbótt, tennur oddlausar, óreglulegar eða með ógreinilegar tennur. Blómskipunin legglaus eða leggstutt. Blóm í klösum í blaðöxlunum, bikarblöð gul, stundum með rauðan lit eða purpuralit neðan, allt að 2,5 sm, nokkuð þykk, egglaga, upprétt eða útstæð.
Uppruni
V Kína.
Harka
5
Heimildir
1
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Á veggi, girðingar o. fl.
Reynsla
Var sáð 2010.