Clematis alpina

Ættkvísl
Clematis
Nafn
alpina
Íslenskt nafn
Alpabergsóley
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae)
Lífsform
Klifurrunni
Kjörlendi
Sól (hálfskuggi)
Blómalitur
Fjólublár eða gulhvítur
Blómgunartími
Maí-júní
Hæð
1-2,5 m
Vaxtarlag
Runni sem vefur sig upp t.d. grindur eða er skríðandi, stöngull er hnýttur af stórum gagnstæðum brumum og visnum blaðfótum. Greinar hárlausar, strendar.
Lýsing
Vafningsviður, allt að 2 m hár. Lauf tvisvar sinnum þrískipt, smálauf, egglensulaga, tennt, allt að 5 sm. Blómin stök, hangandi, vaxa á fyrra árs greinum. Blómin eru meira eða minna bjöllulaga. Blómhlífarblöð 4, egglaga, langydd, þétthærð utan, fjólublá eða gulhvít, 3-5 sm. Gervifræflar hálf lengd blómhlífarblaða, gulhvítir en upplitast með aldrinum og verða fjólubláir. Smáhnetur tígullaga, gáróttar með langæja fjaðurformaða stíla.
Uppruni
N & M Evrópa, Asía.
Harka
H1
Heimildir
2
Fjölgun
Vorsáning, sumargræðlingar, sveiggræðsla að vori.
Notkun/nytjar
Á grindur, girðingar, ef til vill upp tré og ef til vill til að þekja jarðveg.
Reynsla
Hefur reynst harðgerð í Lystigarðinum (kal:0-1,5) og auðræktuð. Þarf stuðning eigi hún að klifra upp veggi og má þá nota hverskonar net eða grindur til að auðvelda henni það. Má klippa eftir blómgun og endurnýja með stífri klippingu á nokkurra ára fresti.
Yrki og undirteg.
Gríðarlegur fjöldi yrkja í ræktun, fá þeirra í garðinum, þau þrífast að jafnaði síður og kala aðeins meira (k:3) en þó er 'Ruby' undantekning þar á (k:0-1). Einnig má nefna 'Bluebell' með blá blóm, 'Pamela Jackman' sæblá, 'Pauline' dökkblá, 'Columbine' lavenderblá, 'Frances Rivis' djúpblá og mörg fleiri.