Clematis alpina

Ættkvísl
Clematis
Nafn
alpina
Yrki form
'Ruby'
Höf.
(Markhan 1937).
Íslenskt nafn
Alpabergsóley
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae)
Lífsform
Klifurrunni (vafrunni)
Kjörlendi
Sól og skjól
Blómalitur
Rauðbleikur
Blómgunartími
Síðla vors - snemmsumars
Hæð
-2,5 m
Vaxtarlag
Klifrandi runni.
Lýsing
Lauffellandi klifurrunni, 2,5 m. Blómin rauðbleik, gervifræflar rjómalitir-hvítir. Því miður eru blómin aðallega falin undir laufinu.
Uppruni
Yrki.
Harka
5
Heimildir
1,7
Fjölgun
Sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Á grindur, veggi, girðingar o. fl.
Reynsla
Ein planta er til í Lystigarðinum frá 1996, þrífst vel.