Clematis alpina

Ættkvísl
Clematis
Nafn
alpina
Ssp./var
ssp. sibirica
Höfundur undirteg.
(L.) Kuntze
Íslenskt nafn
Mjallarbergsóley
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae)
Samheiti
Atragene alpina var. sibirica (L.) Regel & Tiling; Atragene alpina subsp. sibirica (L.) Á. Löve & D. Löve; Atragene sibirica L.; Atragene speciosa Weinm.; Atragene speciosa subsp. saxatilis Kuvaev & Sonnikova; Atragene tianschanica Pavlov; Clematis alpina var. alba Davis; Clematis alpina var. altaica Kuntze; Clematis alpina var. sibirica (L.) C.K.Schneid.; Clematis alpina var. sibirica (L.) Kuntze; Clematis sibirica (L.) Mill.; Clematis sibirica var. tianschanica (Pavlov) M.Johnson; Clematis sibirica var. tianzhuensis M.S.Yan & K.Sun; Clematis turkestanica M.Johnson;
Lífsform
Klifurrunni (vafrunni)
Kjörlendi
Sól-hálfskuggi
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Síðla vors
Hæð
2-4 m
Vaxtarlag
Klifurrunni, enn harðgerðari og kröftugri en aðaltegundin.
Lýsing
Klifurplanta sem vex frá trjákenndum stofnum/greinum og verður 0,3-4 m há. Blómhlífin regluleg, hægt að skipta í fleiri en tvo eins hluta, bjöllulaga, fölrjómalit gulhvít, sjaldan með bláa slikju, 25-40 mm breið. Blómhlífarblöð 4, oddbaugótt-lensulaga, langoddregin, ytra borð þeirra glansandi með mjúk hár. Fræflar margir, þeir ytri eins og króna, spaðalaga, fjölmargir fræflar. Frævurnar eru margar, aðskildar. Blómin stök, axlastæð, drúpandi. Lauf gagnstæð, legglöng. Smálauf gróftenntara og óreglulegar sagtennt, blaðkan tví-þrískipt. Smálauf egglaga, sagtennt, fínhærð á neðra borði. Smáhnetan með fjaðurlíkan, um 3 mm langan odd, oft margar saman.
Uppruni
N Noregur og Finnland austur í A Síberíu og M Úralfjöll og Mansjúríu.
Harka
z3
Heimildir
1,http://www.luonoportti.com
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar
Notkun/nytjar
Notuð sem klifurplanta á veggi og skjólgrindur.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær gamlar plöntur sem vaxa vel og blómstra mikið.
Yrki og undirteg.
Yrki t.d. 'Gravetye' stór mjólkurgul og 'White Moth' hvít hálffyllt.