Clematis columbiana

Ættkvísl
Clematis
Nafn
columbiana
Íslenskt nafn
Klettabergsóley*
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae)
Lífsform
Fjölær vafjurt
Kjörlendi
Sól-hálfskuggi og skjól
Blómalitur
Bláfjólublár
Blómgunartími
Júlí-ágúst
Hæð
-1 m
Vaxtarlag
Fjölær vafjurt sem þarf stuðning (uppbindingu) sé hún gróðursett í fjölæringabeð.
Lýsing
Hálftrékenndur vafningsviður, smágreinar grannar. Lauf fjaðurskipt-þrílaufa, smálauf 4 sm, þunn, egglaga, ydd, hjartalaga við grunninn, heilrend eða grófsagtennt. Blómin stök, blómskipunarleggir með stoðblöð, Blóm purpura eða blá, bikarblöð lensulaga, allt að 5 sm löng. Aldin með langæa stíla allt að 5 sm löng.
Uppruni
N Ameríka
Harka
z3
Heimildir
1
Notkun/nytjar
Á veggi, grindur og víðar.
Reynsla
Til er ein planta sem sáð var til 2007 og gróðursett í beð 2010.