Clematis flammula

Ættkvísl
Clematis
Nafn
flammula
Íslenskt nafn
Möndlubergsóley
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae)
Lífsform
Klifrandi hálfrunni
Kjörlendi
Sól og skjól
Blómalitur
Hreinhvítur
Blómgunartími
Júlí-september
Hæð
1-2m (- 5 m)
Vaxtarlag
Klifrandi, viðarkenndur hálfrunni
Lýsing
Stilkar hárlausir þegar þeir eru ungir, verða seinna með aðlæg dúnhár. Lauf 3- eða 5-smálaufa, smálauf mjó-lensulaga til bogadregin, 2-3 flipótt eða þrílaufa, skærgræn, hárlaus, oft leðurkennd. Blómin ilma mikið, eru allt að 2,5 sm í þvermál, í lotnum, margblóma, axlastæðum, skúfum sem eru allt að 30,5 sm langir og með stoðblöð. Blómskipunarleggir þéttdúnhærðir. Bikarblöð hreinhvít, 4, allt að 12 mm, snubbótt, þéttdúnhærð á jöðrunum. Frjóþræðir allt að 4 mm, hárlausir, frjóhnappar allt að 4 mm. Smáhnetur mjög hliðflatar, egglaga, 6,5 mm, stíll 3 sm, eins og hvít fjöður.
Uppruni
S Evrópa, N Afríka, V Sýrland, Íran, Tyrkland.
Harka
6
Heimildir
1
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar
Notkun/nytjar
Á veggi, grindur, girðingar og víðar.
Reynsla
Sáð 2011