Clematis hexapetala

Ættkvísl
Clematis
Nafn
hexapetala
Íslenskt nafn
Brúnabergsóley
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae)
Samheiti
C. angustifolia Jacq. v. angustifolia; C.lasiantha Fisch.; C. recta subsp angustifolia; C. sibirica; C. hexapetala
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Júní-ágúst
Hæð
30-100 sm
Vaxtarlag
Uppréttur fjölæringur.
Lýsing
Fjölær jurt, upprétt, 30-100 sm há, klifrar ekki. Stilkar greindir eða greinalausir, greinar með 8-12 grunnar grópar, lítillega dúnhærðir, verða hárlausir. Laufin 1- eða 2-fjaðurskipt, laufleggir 0,5-2 sm, endaflipi bandlensulaga, oddbaugóttur eða bandlaga, 1,5-10× 0,1-2(2,6) sm, leðurkennd, ögn dúnhærð bæði ofan og neðan eða næstum hárlaus og netæðótt, grunnur fleyglaga, laufin heilrend, ydd til snubbótt. Grunnæðar áberandi bæði á neðra og efra borði. Skúfar endastæðir eða axlastæðir, (1-)3 til margblóma, blómskipunarleggur 5-8,5 sm, stoðblöð eins og laufblöðin eða óskipt, lensulaga. Blóm hvít, einföld, smá, 2,5-4 sm í þvermál. Blómleggur 1-7 sm, smádúnhærður til næstum hárlaus. Bikarblöð (4 eða) 5 eða 6(-8), hvít, útstæð, mjó-öfugegglaga til mjó-aflöng. 1-2,5 sm löng, 0,3 - 1 sm breið, jaðrar bylgjóttir, floshærð eða hárlaus nema floshærð á jöðrunum á neðra borði, hárlaus á efra borði bogadregin eða næstum þverstýfð í oddinn. Fræflar 6-9 mm, hárlaus, fræflar mjó-aflangir, 2,6-3,2 mm, oddur ögn broddydd, frjóhnappar gulir, frjóþræðir grænhvítir. Eggleg dúnhærð. Stíll 5,5-8 mm, þétt ullhærður. Smáhnetur öfugegglaga, 2,5-3,5 × 2-3 mm, dúnhærðara, stíll langær 1,5-3 sm, fjaðurlíkur.
Uppruni
Kína, Kórea, Mansjúría, Mongólía, A Síberia
Heimildir
www.eFloras.org Flora of China, http://www.dematis.hull.ac.uk, http://www.joycreek.com
Fjölgun
Sáning, skipting
Notkun/nytjar
Clematis hexapetala er góð í miðju beði eða í kanti eða í keri eða inn á milli runna. Snyrt vel erlendis í lok vetrar. Klippt rækilega að vorinu.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem vex vel og blómstrar mikið.