Clematis integrifolia

Ættkvísl
Clematis
Nafn
integrifolia
Íslenskt nafn
Blöðkubergsóley
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae)
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Dökkfjólublár eða blár, sjaldan hvítur
Blómgunartími
Ágúst-september
Hæð
0,4-0,8 m
Vaxtarlag
Plantan er með veikbyggða stöngla sem þurfa uppbindingu og stuðning.
Lýsing
Uppréttur fjölæringur eða hálfrunni allt að 1 m hár, ógreindur eða dálítið greinótt, stilkar rauðleitir, hvítdúnhærðir. Lauf 9 × 5 sm, legglaus, heil, leðurkennd, egglaga lensulaga, ydd, heilrend, græn, hárlaus, dúnhærð einkum á æðastrengjum á neðra borði, með áberandi strengi. Blóm stjörnulaga-bjöllulaga, flöt, stök, sjaldan 2-3 saman, hangandi, endastæð, stökusinnum axlastæð, blómleggir 5 sm. Bikarblöðin dökkfjólublá eða blá sjaldan hvít, 4, sjaldan 3-4, lensulaga, allt að 5 sm, stutt-odddregin, hálfupprétt, hárlaus, ullhærð, baksveigð við jaðrana, bylguð. Fræflar víkka út, eru gulir, ullhærðir. Smáhnetur tígullaga, með fjaðurhærðan, gulan, ullhærðan stíl.
Uppruni
SA Evrópa til A-Asía
Harka
3
Heimildir
1,7
Fjölgun
Sáning, en yrkjum er fjölgað með skiptingu
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð.
Reynsla
Harðgerð. Í Lystigarðinu eru til þrjár gamlar plöntur, sem þrífast mjög vel og blómstra.
Yrki og undirteg.
Alba er með hvít blóm.