Clematis koreana

Ættkvísl
Clematis
Nafn
koreana
Íslenskt nafn
Kóreubergsóley
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae)
Lífsform
Runni
Kjörlendi
Sól og skjól
Blómalitur
Dauffjólublár
Blómgunartími
Ágúst-september
Hæð
1-2 m (- 8 m)
Vaxtarlag
Lauffellandi, útafliggjandi runni, ekki eiginleg klifurplanta en má leiða upp í grindur eða net.
Lýsing
Jarðlægur, lauffellandi runni. Lauf þrískipt, allt að 8 sm, hjarta-egglaga, lang-odddregin, dálítið hjartalaga við grunninn, gróftennt, stundum þríflipótt eða þrískipt. Blóm allt að 3,5 sm, stök, blómskipunarleggir allt að 15 sm, bikarblöð dauffjólublá, oddbaugótt-lensulaga allt að 3 sm, ullhærð á jöðrunum, með spaðalaga gervifræfla, 2 sm.
Uppruni
Kórea.
Harka
6
Heimildir
1,7
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Á veggi í góðu skjóli og sól.
Reynsla
Hefur reynst vel í LA og blómgast þokkalega á vesturvegg.