Clematis macropetala

Ættkvísl
Clematis
Nafn
macropetala
Yrki form
White Moth
Höf.
(Jackman 1955)
Íslenskt nafn
Síberíubergsóley
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae)
Lífsform
Klifurrunni (vafrunni)
Kjörlendi
Sól og skjól
Blómalitur
Rjómahvítur til hreinhvítur
Blómgunartími
Júlí-ágúst
Vaxtarlag
Klifurrunni.
Lýsing
'White Moth' er sumargræn klifurplanta. Blómin eru drúpandi, um 10 sm breið og koma á vorin og snemmsumars á greinum frá fyrra ári. Blómin líta út fyrir að vera hálffyllt en þau eru einföld með 4 löng bikarblöð, ydd og smækkaða krónublaðalíka fræfla í miðjunni. Blómin standa lengi, eru einföld og falleg, rjómahvít eða hreinhvít. Stöku sinnum blómstrar plantan aftur síðsumars. Að blómgun lokinni koma silfurlitir frækollar. Laufin eru meðalstór, græn, 10-15 sm löng, og skipt í 3 aflöng eða lensulaga smálauf. ;
Uppruni
Yrki. Upprunalega frá Síberíu, Mongólíu og Kína.
Harka
5
Heimildir
7, http://www..backyardgardener.com
Fjölgun
Sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Gróðursett á sólríkan stað í sendinn eða leirkenndan frjóan, rakan til meðalrakan jarðveg. Á veggi eða grindur í góðu skjóli og sól. Lítið þarf til að halda plöntunni við.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 2002 og gróðursett í beð 2006.
Yrki og undirteg.
Clematis macropetala og yrki af henni eru frábærar plöntur að rækta upp eftir grindum og girðingum.