Clematis mandshurica

Ættkvísl
Clematis
Nafn
mandshurica
Íslenskt nafn
Hamrabergsóley
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae)
Lífsform
Fjölæringur
Kjörlendi
Sól og skjól
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Júlí-ágúst
Hæð
1-1,5 m (- 2 m)
Vaxtarlag
Jarðlægur eða skríðandi fjölæringur
Lýsing
Hamrabergsóley er náskyld C. terniflora, með fremur trékenndar greinar og tvífjöðruð lauf. Lauf fjaðurskipt, efri lauf oft þrískipt, smálauf dálítið leðurkennd, lensulaga-egglaga, stutt-odddregin, fleyglaga til hjartalaga við grunninn, dálítið dúnhærð og með áberandi æðastrengi á neðra borði, Blómin smá í fjölblóma blómskipun sem er endastæð eða axlastæð, blómleggir með stoðblöð, stoðblöðin mjó, lítil. Bikarblöð hvít, aflöng, 1,5 sm, mjókka smám saman að grunni, þétt hvítdúnhærð, á jöðrunum á neðra borði. Fræflar, bandlaga, hárlausir. Smáhnetur hliðflatar, hárlausar, stílar allt að 3 sm.
Uppruni
Japan, Kína
Harka
7
Heimildir
1
Fjölgun
Sáning eða sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Á veggi, girðingar eða grindur í góðu skjóli og sól.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð ver til 1989 og gróðursett í beð 2006.