Clematis montana

Ættkvísl
Clematis
Nafn
montana
Íslenskt nafn
Fjallabergsóley
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae)
Lífsform
Klifurrunni (vafrunni)
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Hvítur/bleikur
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
2-4 m (-6 m)
Vaxtarlag
Kröftugur klifurrunni (vafrunni), ungar greinar dálítið hærðar, verða síðar hárlausar.
Lýsing
Mjög kröftugur vafrunni. Ungar greinar dálítið dúnhærðar en verða hárlausar með aldrinum. Lauf með þrjú smálauf, laufleggir allt að 9 sm langir, smálauf allt að 10 sm, egglensulaga, ydd, og dálítið djúp-þríflipótt, mjókka smám saman að grunni eða eru bogadregin við grunninn, grófsagtennt, sjaldan heilrend, hárlaus, smáblaðleggir stuttir. Blóm 5 sm í þvermál, blómleggir með 1-5 grópir, axlastæðir, allt að 21 sm langir, dúnhærðir. Bikarblöð hvít eða bleik, 4, sjaldan 5, oddbaugótt, allt að 4 sm, snubbótt eða ydd, skástæð, hárlaus eða næstum hárlaus innan en dúnhærð á æðum á ytra borði. Smáhnetur tígullaga, hárlausar með 1,5 sm langa, hvíta, fjaðurlíka stíla.
Uppruni
M & V Kína, Himalaja
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Á veggi eða grindur í góðu skjóli og sól.
Reynsla
Tegundin er í uppeldi í Lystigarðinum.