Clematis tangutica

Ættkvísl
Clematis
Nafn
tangutica
Íslenskt nafn
Bjarmabergsóley
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae)
Lífsform
Kligurrunni (vafrunni)
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Gullgulur
Blómgunartími
Júli-september
Hæð
2-3 m (- 4,5 m)
Vaxtarlag
Vaf- eða klifurunni.
Lýsing
Klifurjurt allt að 3 m há. Greinar dúnhærðar, meðan þær eru ungar. Lauf fjaðurskipt eða tvífjaðurskipt, smá lauf allt að 8 sm, aflöng til lensulaga, stundum 2-3 flipa, óreglulega tennt, tennur yddar, oddar útstæðir. Skærgræn. Blóm bjöllulaga til luktarlaga, 3-4 sm, hangandi, oftast stök, blómskipunarleggur uppréttur, allt að 15 sm, dúnhærður, bikarblöð gullgul, 4, egg-lensulaga, allt að 4 sm, lang-mjólensulaga, seinna breið-skástæð, ytra borð og jaðrar silkihærðir. Smáhnetur með langa fjaðurlíka stíla.
Uppruni
Mongólía, NV Kína
Sjúkdómar
Sniglar, myglusveppur.
Harka
z3
Heimildir
1
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Vafrunni notaður til að þekja veggi mót sólu, á girðingar og grindur.
Reynsla
Harðgerð planta sem er ræktuð víða um land, oft ásótt af myglusvepp og stundum af sniglum í rigningartíð, visnar að haustinu, gamlar greinar eru fjarlægðar að vori, þynnt og/eða snöggklippt eftir blómgun á nokkurra ára fresti til að halda henni snyrtilegri.
Yrki og undirteg.
'Bill MacKenzie' (líklega C. tangutica × tibetana ssp. vernay) kröftug, blóm mjög stór, gul, drúpandi, standa lengi.'Corry' (C. tangutica spp. Obtustuscula × C. tibetana) Blómin stór, mjög opin, sítrónugul.'Drakes Form' blómin stór. 'Lamton Park' blómin stór, allt að 7 sm breið, gul, drúpandi, en ekkert þessara yrkja er í ræktun í Lystigarðinum.