Clematis virginiana

Ættkvísl
Clematis
Nafn
virginiana
Íslenskt nafn
Hærubergsóley
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae)
Lífsform
Vafrunni
Kjörlendi
Sól og skjól
Blómalitur
Matthvítur
Blómgunartími
Júlí-september
Hæð
2-3 m (- 6 m)
Vaxtarlag
Lauffellandi, hálf-trékenndur vafrunni allt að 6 m hár í heimkynnum sínum.
Lýsing
Ungar greinar rákóttar, næstum hárlausar. Lauf þrílaufa, sjaldan 5-laufa, laufleggir allt að 7,5 sm langir, smálauf allt að 9 sm löng, breiðegglaga, odddregin, bogadregin eða dálítið hjartalaga við grunninn, gróf og óreglulega sagtennt til flipótt, hárlaus, smáblaðaleggir allt að 6,5 mm, dálítið ullhærðir meðan þeir eru ungir. Blóm allt að 3 sm í þvermál, venjulega einkynja, í margblóma, axlastæðum skúfum, allt að 15 sm, bikarblöð matt-hvít, 4 sjaldan 5, þunn, aflöng eða spaðalaga, allt að 1,5 sm, útstæð, dúnhærð á ytra borði. Smáhnetur með silkihærðan, hvítan, fjaðurlíkan, allt að 4 sm langan stíl, sem mynda silfraða, 6,5 sm breiða kolla.
Uppruni
A N-Ameríka
Harka
4
Heimildir
1
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Á veggi eða grindur í góðu skjóli og sól.
Reynsla
Í Lystigarðinum var sáð til þessarar tegundar 2010.