Clintonia borealis

Ættkvísl
Clintonia
Nafn
borealis
Íslenskt nafn
Skógargiljalilja
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Hálfskuggi.
Blómalitur
Grængulur.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
- 30 sm
Vaxtarlag
Lauf 10-30 sm, 2-5, öfuglensulaga til ofugegglaga, hárlaus, glansandi, milli- til djúpgræn, jaðrar með örsmá hár.
Lýsing
Blómstönglar allt að 30 sm háir, ögn hærðir, blómin 2-8, drúpa, í strjálblóma sveip og stundum í minni hliðarsveipum. Blómhlífarblöð 0,5-1 sm, grængul. Aldin blá eða stundum hvít.
Uppruni
A N-Ameríka.
Harka
3
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning eða skipting á hnausnum á vorin.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður undir tré og runna.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1991 og gróðursett í beð 1995, þrífst vel og breiðist út, bómstrar og ber aldin.