Colchicum alpinum

Ættkvísl
Colchicum
Nafn
alpinum
Íslenskt nafn
Fjallahaustlilja
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Fjölær hnýðisjurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Purpurableikur stöku sinnum hvítur.
Blómgunartími
Ágúst-september, aldin í júní til ágúst árið eftir.
Hæð
8-15 sm
Vaxtarlag
Hnýðið 1-2,5 x 1-1,5 sm, hnöttóttur til eggvala, laukhýði dökkrauðbrúnt, himnukennt eða fremur seigt í sér, háls 1-2 sm. Lauf 8-15 x 0,2-1,4 sm, 2 eða 3, beltislaga eða bandlensulaga, hárlaus.
Lýsing
Blómin 1-2, mjó-bjöllulaga til trektlaga, blómhlífarflipar 1,7-3 x 0,4-1 sm, mjó aflöng-oddbaugótt, purpurableik, stöku sinnum hvít, frjóþræðir 2-9 mm, hárlausir, frjóhnappar 2-3 mm, festir á bakinu, gulir, frjóduftið gult. Stílar beinir, fræni oddlíkt. Aldin 1,5-2 sm, aflöng-oddbaugótt.
Uppruni
Frakkland, Sviss, Ítalía, Korsíka og Sardinía.
Harka
4
Heimildir
= 1, www.tela-botanica.org/bdtfx-nn-18531-syntese,
Fjölgun
Sáning, skipting á hnausnum þegar plantan er í dvala.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum 2015.