Colchicum autumnale

Ættkvísl
Colchicum
Nafn
autumnale
Íslenskt nafn
Haustlilja
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Fjölær jurt með hnýði.
Kjörlendi
Sól -hálfskuggi.
Blómalitur
Purpurableikur til hvítur.
Blómgunartími
September-október.
Hæð
15-30 sm
Vaxtarlag
Hnýði 2,5-6 x 2-4 sm, egglaga til hálfhnöttótt, hnýðishýði dökkbrúnt, himnukennt til leðurkennt, háls 2-4 sm langur. Lauf 14-35 x 1-7 sm, 3-5, leðurkennd, band-lensulaga til breiðlensulaga, upprétt til útstæð.
Lýsing
Blóm 1-6, bjöllulaga, stundum mjó-bjöllulaga. Blómhlífarblöð 4-6 x 1-1,5 am, mjó-oddbaugótt til aflöng-oddbaugótt, purpurableik til hvít, stöku sinnum tígulstrengjótt. Frjóþræðir 1-1,6 sm, hárlausir. Frjóhnappar gulir, festir á bakinu, frjó gult. Stílar bognir efst, fræni ná niður eftir stílnum um 3-5 mm. Hýði 2-6 sm, aflöng-egglaga.
Uppruni
V & M Evrópa.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning (nýtt fræ), skipting á hnausnum þegar plantan er í dvala. Hnýði sett niður í ágúst, 10-15 sm dýpt.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, sem undirgróður, í kanta.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein gömul planta og önnur sem sáð var til 1987, gróðursett í beð 1991, báðar þrífast vel. Meðalharðgerð planta sem á að standa óhreifð árum saman. Öll plantan er eitruð.
Yrki og undirteg.
Yrkið 'Album Plenum' er með ofkrýnd blóm. Kom í garðinn 2008, þrífst vel og blómstrar.