Colchicum speciosum

Ættkvísl
Colchicum
Nafn
speciosum
Íslenskt nafn
Eiturlilja
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Fjölær jurt með hnýði.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Föl til djúp bleikpurpura.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
20-25 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt með hnýði. Hnýðin 5-8 x 2,5-4 sm, aflöng-egglaga, hnýðishýði dauf-millibrún, pappírskennt til hálf-leðurkennt lengist í langæjan háls, allt að 12 sm langan. Lauf 18-25 x 5,5-9,5 sm, vaxa að blómgun lokinni, meira eða minna upprétt, mjó-oddbaugótt til aflöng-lensulaga, hárlaus.
Lýsing
Blóm 1-3, bjöllulaga (ekki trektlaga eins og hinn náskyldi Colchicum gigantheum). Blómhlífartrekt græn eða purpura með hvíta slikju, flipar 4,5-8 x 1-2,7 sm, öfuglensulaga til aflöng-öfuglensulaga eða oddbaugótt, föl til djúp bleikpurpura, stundum hvít eða hvít í ginið, dúnhærð eftir hryggjunum í frjóþráðagrópunum. Frjóþræðir 1-1,8 sm, hárlausir. Frjóhnappar 1-1,2 sm, festir á bakinu, appelsínugulir-gulir, frjó djúpgult. Stíll boginn en ekki eða aðeins lítillega útblásinn í oddinn. Fræni ná 2-4 mm niður eftir stílnum. Aldin 4-5 sm, oddbaugótt.
Uppruni
N Tyrkland, Íran, Kákasus.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning (nýtt fræ), skipting á hnausnum þegar plantan er í dvala. Hnýði sett niður í ágúst, 10-15 sm djúpt.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, sem undirgróður, í kanta.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum 2015.Meðalharðgerð, öll plantan er eitruð.
Yrki og undirteg.
'The Gigant' með stór ljósrauðfjólublá blóm, 'Violet Queen' með rauðfjólublá blóm, 'Water Lily' með ofkrýnd blóm, 'Album' hvít blóm.