Cornus alba

Ættkvísl
Cornus
Nafn
alba
Yrki form
'Argenteo-Marginata'
Íslenskt nafn
Mjallarhyrnir
Ætt
Skollabersætt (Cornaceae)
Samheiti
Einnig oft undir Elegantissima.
Lífsform
Runni
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Gulhvítur
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
1-2 m (- 3 m)
Vaxtarlag
Uppréttar eða uppsveigaðr greinar. Börkur mjög fallegur, greinarnar verða skær blóðrauðar á veturna og næstum því grænar aftur að vorinu. Greinar sléttar nema korkfrumurnar. Mergur hvítur.
Lýsing
Laufin eru mjórri en á aðaltegundinni og jaðrar hvítir. Ekki eins kröftug planta aðaltegundin með rauða stofna að vetrinum. Algeng í gróðrarstöðvum erlendis.
Uppruni
Yrki.
Harka
3
Heimildir
= 1, http://www.hort.uconn.edu
Fjölgun
Græðlingar, sveiggræðsla.
Notkun/nytjar
Í runnabeð, blönduð beð
Reynsla
Hefur þrifist alveg þokkalega hér norðanlands. Fallegastur ef klipptur niður árlega.