Cornus alba

Ættkvísl
Cornus
Nafn
alba
Yrki form
'Sibirica'
Íslenskt nafn
Mjallarhyrnir
Ætt
Skollabersætt (Cornaceae)
Samheiti
Cornus alba L. f. sibirica (Lodd. ex Loudon) Geerinck
Lífsform
Runni
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi
Blómalitur
Gulhvítur
Blómgunartími
Júní.
Hæð
1-2 m
Vaxtarlag
Runni með uppréttar eða uppsveigðar greinar. Dökkgræn lauf. Ber sveipi af litlum, hvítum blómum á vorin og snemmsumars, seinna koma lítil hvít ber. Ungar greinar skærrauðar og áberandi fallegar á sólríkum vetrardögum. Þessi planta er stundum undir nafninu 'Westonbirt' eða C. atrosanguinea.
Lýsing
Lauf kringluleitari en á aðaltegundinni. Líklega ekki eins kröftug og aðaltegundin (allt að 1,8 m hár). Plöntur í sölu eru merktar 'Sibirica' virðast vera breytilegar, vafalaust af fleiri en einni arfgerð.
Uppruni
Yrki.
Harka
3
Heimildir
= 1, http://www.hort.uconn.edu, http://www.rhs.org.uk
Fjölgun
Sumargræðlingar með hæl, haustsáning, sveiggræðsla að vori.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í blönduð beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein aðkeypt planta frá 2006.Þokkalega harðgerður runni og Þrífst vel í garðinum en kelur nokkuð mismikið eftir árum (k:0,5-3,5), fallegastur ef hann er klipptur alveg niður árlega.