Cornus rugosa

Ættkvísl
Cornus
Nafn
rugosa
Íslenskt nafn
Baugahyrnir
Ætt
Skollabersætt (Cornaceae)
Samheiti
C. circinata. L'Hér. Swida rugosa.
Lífsform
Runni
Kjörlendi
Sól eða dálítill skuggi
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Júlí
Hæð
1-2 m (-3 m)
Vaxtarlag
Uppréttur runni sem oft minnir á tré, allt að 3 m í heimkynnum sínum. Greinar og ársprotar eru grænir og með vörtur, verða purpuralitir með aldrinum.
Lýsing
Lauf 4-10 sm, breið-oddbaugótt til egglaga, stuttydd, næstum hárlaus ofan, grálóhærð neðan, æðastrengjapör 6-8, laufleggur 1,5 sm. Blómin hvít, í dálítið dúnhærðum bogsveigðum kvílskúfum, 5-7 sm í þvermál. Þau eru tvíkynja (eru með bæði karl- og kvenæxlunarfæri) og eru frævuð af skordýrum. Aldin 6 mm í þvermál, fölblá.
Uppruni
N-Ameríka.
Harka
5
Heimildir
1, http://www.pfaf.org
Fjölgun
Haustsáning, sumargræðlingar, sveiggræðsla.
Notkun/nytjar
Í beð, þyrpingar
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til þrjár plöntur undir þessu nafni, sem sáð var til 2000 og gróðursettar í beð 2004 og 2006.