Cornus suecica

Ættkvísl
Cornus
Nafn
suecica
Íslenskt nafn
Skollaber
Ætt
Skollabersætt (Cornaceae)
Samheiti
Chamaepericlymenum suecicum (L.) Asch. & Graebn.
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi
Blómalitur
Blóðrauður (háblöðin hvít)
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
0,1- 0,15 m
Vaxtarhraði
Hægur.
Vaxtarlag
Lík tófuberi (C. canadensis), en ekki með þétta laufhvirfingu á stöngulendanum. Jurtkenndur fjölæringur, 10-15 sm hár, með granna, greinótta, skriðula stöngla.
Lýsing
Laufin 2-4 sm, tvö og tvö saman, gagnstæð, legglaus, verða rauð að haustinu, æðastrengjapör 5-7. Blómin mjög lítil, blóðrauð, í stökum, endastæðum sveip umkrýnd af 4 hvítum, egglaga stoðblöðum, 1-1,5 sm löng. Aldin hnöttótt-egglaga, skarlatsrauð.
Uppruni
N Evrópa til N Japan og N N-Ameríku.
Sjúkdómar
Engir.
Harka
2
Heimildir
1, http://www.pfaf.org
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Góð þekjuplanta undir trjám og runnum.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til fáeinar plöntur aðallega íslenskar, þrífast vel.Algeng planta í útsveitum Eyjafjarðar, á Vestfjörðum og á utanverðu Snæfellsnesi.